GUÐRÚN SNORRA

Stjórnun á

mannlegu nótunum

SKILNINGUR

Á STARFI STJÓRNENDA & MANNAUÐSRÁÐGJAFA

Með margra ára reynslu sem stjórnandi, mannauðsráðgjafi og stjórnendamarkþjálfi hefur Guðrún mótað nýja nálgun í stjórnendaþjálfun. Allt efni í þjálfun og námskeiðum er byggt á vísindalegum og fræðilegum grunni. Mikil áhersla er lögð á að efnið sé hagnýtt og einfalt að heimafæra á raunveruleg dæmi sem stjórnendur geti nýtt sér í lífi og starfi.

 

Sérstaða Guðrúnar liggur í aðlögunarfærni hennar til að nýta fyrri reynslu og sérsníða efnið sitt í samstarfi við sína viðskiptavini. Styrkleikar og áskoranir viðskiptavinarins fá því sérstaka nálgun í hvert skipti til að ná hámarks árangri.

 

LEIÐTOGAÞJÁLFUN

HUMAN

LEADER

Þarftu sérsniðna þjálfun sem tekur mið af hæfnisþörfum leiðtoga til framtíðar? Guðrún Snorra veitir þjálfun sem miðast við þínar aðstæður og hjálpar þér að vaxa sem leiðtogi. Meðal þess sem þú öðlast í þjálfuninni má nefna eftirfarandi : 

  • Þekking á helstu færni sem stjórnendur þurfa að búa yfir til framtíðar

  • Þekking á ólíkum stílum við stjórnun mismunandi kynslóða á vinnumarkaði

  • Færni í markþjálfunartækni sem nota má í margvíslegum samtölum við starfsmenn, allt frá örsamtölum til leiðbeinandi samtala

  • Notkun á styrkleikanálgun við stjórnun, kenndar eru aðferðir til að nýta eigin styrkleika og styrkleika starfsmanna

  • Þekking á því hvernig efla má virkni og tilgang 

  • Þekking á eigin þrautseigjustuðli ásamt aðferðum til að takast á við álag og streitu

  • Hagnýtar leiðir til að auka traust og sálrænt öryggi í teymum

  • Aukin skilningur á gildi tilfinningagreindar og leiðum til að auka eigin tilfinningagreind

MARKÞJÁLFUN RÁÐGJÖF 

 VINNUSTOFUR

FYRIRLESTRAR

FÆRNI TIL

FRAMTÍÐAR

Guðrún Snorra

Guðrún Snorradóttir, stjórnendaþjálfi, hefur víðtæka reynslu af því að nota verkfæri markþjálfunar og jákvæðrar sálfræði, bæði hér heima og erlendis.  


Guðrún er með MSc í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði frá Anglia Ruskin háskólanum í Cambridge auk þess að vera vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá International Coaching Federation.

Sérsvið Guðrúnar er þjálfun á færni leiðtoga til framtíðar. Má þar nefna þrautseigju, tilfinningagreind, nýtingu sstyrkleika, leiðir til að skapa aukið traust og sálrænt öryggi ásamt nýtingu markþjálfunar við þjónustu og í margvíslegum samtölum við starfsmenn. 
 

 

Lærðu að tala

með því að hlusta

Rumi

Manneskja í mótun 

Þekking er okkur mikilvæg, 

en sjálfsþekking er ennþá mikilvægari. 

 

Brené Brown

HAFA SAMBAND

Hafa samband

Guðrún Snorradóttir

Síðumúla 33, 3 hæð til vinstri

105, Reykjavík,

+ 354 6647610

gudrun@gudrunsnorra.com

  • Black LinkedIn Icon
  • Black Facebook Icon
 

UMSAGNIR

VIÐSKIPTAVINA

"Það hefur verið mér sannkallaður heiður að vinna með Guðrúnu.

Það sem hún hefur umfram marga ráðgjafa er að hún hefur langa reynslu af stjórnun og hefur því tekist á við flestar þær áskoranir sem stjórnendur eru að glíma við.

Guðrún er lifandi og skemmtilegur fyrirlesari og hefur sérstakt lag á að hrífa hópinn með sér og vinna traust þeirra sem til hennar leita.

Það sem gerir Guðrúnu að framúrskarandi þjálfara, ráðgjafa og markþjálfa er hversu mikið hún gefur af sér, einstakt innsæi á líðan fólks og sérlega góð nærvera.

Ég get mælt með Guðrúnu fyrir fyrirtæki og stjórnendur sem vilja skapa samkennd, auka traust og ná betri árangri í mannauðsmálum.“

Bergþóra Hrund Ólafsdóttir / LS RETAIL / Mannauðsstjóri

"Gudrun is a great coach and trainer, who can help others grow and develop. She has multiple skills as a soft skills trainer and has done valuable work with some of our teams, helping them set communication agreements. She is a real strength finder and helps others with opportunities.

I can recommend her for various soft skills training f.ex. communications, customer service, leadership skills and coaching."

Dröfn Guðmundsdóttir / ORIGO / Human Resource Manager 

 
+354 6647610
Síðumúli 33, 108 R, Ísland
3. hæð til vinstri